top of page
Blue Eyes

SJÓNGLER

Glerin okkar koma frá Finnlandi. Þau eru í mjög miklum gæðum. Hægt er að fá mismunandi glerjatýpur.

Sjóngler: List

EINFÖLD OG SJÓNSKEKKJU GLER MEÐ STYRKLEIKA.

Við erum með góðan lager í búðunum og getum því oft unnið gleraugun meðan það er beðið.
Glerin sem eru á lager eru öll með glampavörn.
Við erum einnig með lager af glerjum með Blue stop vörn. En það er vörn fyrir geislum sem koma frá gsm símum og spjaldtölvum.

TÖLVUGLER

1. Einföld gler fyrir tölvufjarlægð. Þá er mælt út ákveðin fjarlægð og glerið unnið í þeim styrkleika.
2. Tvískipt tölvugler þar sem tölvustyrkurinn er reiknaður upp í c.a 1,5 metra frá auga og svo lespunktur neðst niðri.
3. Workspace er notað fyrir þá sem vinna við tölvu en vilja sjá c.a. 3 metra frá sér. Sniðugt inni vinnu gler.

LESTRARGLER

Einföld gler þar sem fundið er út í hvaða fjarlægð er verið að lesa og unnið eftir því.
Workspace er gott inni vinnu gler og því frábært lestrargler fyrir þá sem vilja sjá aðeins frá sér með lestrargleraugunum.

TVÍSKIPT / MARGSKIPT GLER

Margar gerðir eru til í margskiptum glerjum. Við hjálpum viðskiptavinum okkar að finna það sem hentar hverjum og einum.
Bifocal eru þau gler sem eru með sjáanlegum glugga, en þau eru hrein tvískipt gler.
Margskipt eru þau gler sem eru með millisvæði og sést því ekki utan frá hvort glerið er með lespunkt eða ekki.
Margskiptu glerin eru misgóð. Mikilvægt er að velja gler miðað við þær aðstæður sem við erum í dags daglega.
Sem dæmi atvinnubílstjórar þurfa aðra uppbyggingu á margskiptugleri heldur en sá sem situr við tölvu meirihlutann af deginum.

MIGRENIGLER

Þetta gler er hannað í samstarfi við migrenisamtök.
Gott fyrir birtufælni, flogaveiki og almennum höfuðverkjum.
Filterar út ákveðnar blá-og grænljósbylgjur
Bætir contrast og skerpir sjónina
Hægt að nota bæði innandyra og utandyra, fólk finnur það með sjálfu sér hvar og í hvaða aðstæðum liturinn gerir mest gagn.
Erum með marga viðskiptavini sem hafa fengið sér mígrenigleraugu og fólk er sammála um að það stór munar um að nota þau og að þau virka!

GOLFGLER

Er hægt að fá bæði í einföldum styrkleika og í margskiptum glerjum.
Golf liturinn gefur golfaranum meiri kontrast til þess að sjá hvar holan er og hvernig landslagið liggur.

SÓLGLER

Mikilvæg í vörn fyrir augað.
Hægt að fá í allskonar litum og alltaf með góðri UV vörn.

bottom of page